Leikhúsmál – annar hluti

Leikhús er listform sem við í vestrænni menningu kynnumst mörg hver frá blautu barnsbeini í einni eða annarri mynd. Líka þar sem leikhúsaðsókn er sögð vera afar lítil, eins og sums staðar í Mið-Evrópu. Það að almenningur í löndunum þar sækir ekki LEIKHÚS merkir ekki endilega að almenningur sæki ekki leikhús. Í langflestum skólum í […]

Regnbogabörn íslenska meðaljónsins

Um Óskasteina í Borgarleikhúsinu.

Ég hef verið aðdáandi Ragnars Bragasonar frá því að ég horfði fyrst á Næturvaktina. Í kjölfarið fylgdu þáttaraðirnar Dagvaktin og Fangavaktin og svo loks kvikmyndin Bjarnfreðarson. Þættirnir mörkuðu nýja tíma í íslenskri sjónvarpsþáttagerð bæði hvað varðar gæði og efnistök. Í þáttunum sáum við hæfni Ragnars til að búa til fjölskrúðugt perónugallerí þar sem litaflóran spannaði gjörvallan regnboga íslenska meðaljónsins. Persónur þáttana eru íslenskar erkitýpur. Flest gátum við speglað okkur í einhverri persónu þáttana, eða í það minnsta sáum við þar einhvern (einn eða fleiri) sem við þekktum úr okkar eigin lífi.