Skessan kyrjar mér rímu í París eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur

(maður losnar aldrei við sjálfan sig)

. Með sínu lagi skessuríma frekjast framm miðjumoð það mykjuskroð mussu klessu frussu soð nammi namm og krossa kramm kyngi pyngju klaufa dramm laufa lýkur loðnu fljótt skipast veður skipa skjótt lyngið á sinn laufa bing mikið er mín tunga sling mullið mjúkt í ljóða gring subbu krubbu krakka krúkt komdu að éta barnið mjúkt […]

Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði við upphaf magnaðrar bókar

„Línuleg frásögn leynist þó undir óreiðunni og við fikrum okkur smám saman nær nútímanum en slíkt er aukaatriði – eða kannski er réttara að segja að í þessari yndislegu frásögn séu aukaatriðin alveg jafn mikilvæg og aðalatriðin. Innkaupalisti langalangafa Erlu gefur tilefni til vangavelta og ótrúlegustu pappírar, ljósmyndir, dómsskjöl og bréf verða innblástur að ferðalagi sem hrífur lesandann með sér. Þetta er einn helsti styrkur og sjarmi þessarar bókar – Þórunn hefur slíkt lag á textanum að maður fylgir henni hvert á land sem er.“

Maríanna Clara Lúthersdóttir skrifar um Stúlku með maga eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur á Druslubókavefinn Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði við upphaf magnaðrar bókar.