Kastali Otrantos eftir Horace Walpole sem kom út árið 1764 er talin vera fyrsta gotneska sagan. Í sögunni mættust annars vegar hefðir riddarabókmennta og rómantísku stefnunnar og hins vegar hið framandlega og forboðna. Walpole sagði að markmið hans hefði verið að sameina rómantík miðaldabókmennta, sem hann taldi of framandi, og nútímabókmenntir, sem honum fannst of […]
Þórbergur Þórðarson
Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars
„Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu.“
Dagskrá og frekari upplýsingar: Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars.