Tónlist vikunnar: „Heimurinn er skemmtilegri þegar hann er takmarkalaus og lifandi“

- ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ STEINUNNI Í DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIPI, SKELKI Í BRINGU OG SPARKLE POISON (OG HÚN GERIR LÍKA MYNDLIST)

Steinunn Eldflaug Harðardóttir hefur í sér einhverja svona orku sem er mjög mikilvæg og skemmtileg, og sem skilar miklu til nærumhverfisins. Hún er líka mjög ævintýragjörn í allri listsköpun og þræðir grensuna eins og sérstakur sérfræðingur. Ég sá hana fyrst koma fram með hljómsveitinni Skelkur í bringu í gamladaga og var bara „vá, rosalegt!“ Og svo fór […]