„Ég hafði áhyggjur af því hvernig sögumanni myndi vegna í þessari för, var hann ekki að taka of mikla áhættu? Skyldi hann sleppa heill frá þessu? Það var þó ekki spennan sem slík sem bar bókina uppi, heldur textinn, málið og hugsunin. Höfundinum tekst nefnilega til að fá lesandann (í þessu tilviki mig) til að fylgja sér á þessu erfiða ferðalagi inn á við, að leita að sjálfum sér, nema ég er að leita að mér. Þetta var eins og að lesa ljóð. Ljóð tala oft fyrir þig. Sumar bækur tala ekki bara fyrir mann og segja hvað maður er að hugsa, þær eru eins og tónlist sem segir þér hvernig þér líður. Mikið er gott að eiga þessa listamenn að.“
Bergþóra Gísladóttir skrifar um Spennustöðina eftir Hermann Stefánsson á Moggabloggið Spennustöðin: Hermann Stefánsson – bergthoraga.blog.is.