Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.
Sölvi Björn Sigurðsson
Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur
„Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“
Sölvi Björn Sigurðsson ræðir um Melittu Urbancic via Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur.