„Ertu viss um að þú viljir gera þetta?“ | Sirkústjaldið

„Gagnrýni nýskáldsagnahöfundanna beindist hvað harðast að raunsæum skáldskap 19. aldarinnar og að því hvernig borgaralegt raunsæi Balzacs var orðið að einhvers konar mælistiku sem nútímaskáldsögur voru bornar saman við. Uppreisnin var ekki endilega gegn raunsæi sem bókmenntastefnu heldur gegn því hvernig birtingamyndir raunæis komu fram. 19. aldar raunsæið var einfaldlega ekki nógu raunsætt. Sarraute var til dæmis þekkt fyrir það að ljá skáldsögum sínum litlar sem engar persónulýsingar, í staðinn gaf hún persónunum orðið og leyfði þeim að koma smám saman í ljós, á sínum eigin forsendum.“

Andri M. Kristjánsson skrifar um Nathalie Sarraute í Sirkustjaldinu via „Ertu viss um að þú viljir gera þetta?“ | Sirkústjaldið.

Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið

„Málverk sögunnar eru uppfull af fáklæddum konum, sérstaklega á endurreisnartímabilinu. Konan birtist þannig sem viðfang, en ekki gerandi. Þær eru gyðjur og músur, undirgefnar karlmönnunum. Þeir eru listamennirnir.

Þetta á sér beina hliðstæðu í samtíma okkar þar sem konur eru hlutgerðar í auglýsingum. Líkami konunnar er söluvara. Það hlýtur að hafa áhrif á hvernig konur líta á sig sjálfar, enda hafa femínistar barist harðlega gegn auglýsingum þar sem vegið er að sæmd kvenna.“

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar um karllæga augnaráðið á nýjan vef, Sirkustjaldið. Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið.