Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd

„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]