Myndin af Ragnheiði | *knúz*

„Þannig hefur orðið til sú mynd sem við þekkjum af Ragnheiði. Hún er holdtekja skörungsskapar, hreinleika, ástríðu, hinnar þjáðu móður og hins upphafna píslarvotts. Við höfum fært hana inn í bókmenntaleg sniðmát (e. trope) og drögum út frá þeim ályktanir um upplifanir hennar. Með þessu kjósum við að draga fram þá þætti sem falla vel að þeirri sögu sem við viljum segja en veitum enga athygli þáttum sem draga úr vægi þessara sniðmáta. Meðal þess sem hefur verið sniðgengið er kynverund Ragnheiðar. Við leitum allra leiða til að varðveita „hreinleika“ hennar þrátt fyrir að hafa eignast barn í lausaleik. Sú Ragnheiður sem var, fyrir 350 árum, manneskja af holdi og blóði er horfin og eftir stendur mynd á stalli.“

Eva Dagbjört Óladóttir og Guðný Elísa Guðgeirsdóttir skrifa um óperuna Ragnheiði via
via Myndin af Ragnheiði | *knúz*.

Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV

„Mig grunar reyndar að svarið liggi því miður í þeirri staðreynd að af öllu því rugli sem er í gangi þessa dagana þá virki þetta léttvægt, algjört aukaatriði og auðvitað er það jákvætt í sjálfu sér að auknir fjármunir séu settir í fjársvelta menningarstarfsemi. Að minnsta kosti finnst mörgum okkar sem ættum einmitt að vera gagnrýna þetta, fjármunum vel varið sem renna þó til listamanna þessa lands. En tölum samt aðeins um þetta í alvöru, þá staðreynd að þarna eru pólitíkusar að taka ákvarðanir um hvaða tónlist skal ríkisstyrkt á sama tíma og mikið hefur verið fyrir því haft í fjöldamörg ár að stuðla að fagmennsku og gagnsæi í stjórnsýslu lista- og menningarmála.“

 

Berglind María Tómasdóttir fjallar um ríkisstyrki til lista: Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV.

Mala domestica : TMM

„En svo ætlaði þakið hreinlega af húsinu og allir stóðu á fætur sem einn maður, æpandi og klappandi, þegar höfundarnir gengu fram á sviðið, líbrettuskáldið Friðrik Erlingsson og þó fyrst og fremst gamli elskaði popparinn Gunnar Þórðarson sem hefur glatt okkur með lögum sínum og hljóðfæraleik í hálfa öld. Það má mikið vera ef í heiminum öllum finnst dægurtónlistarmaður sem nær eins stórkostlegum hápunkti á feril sinn og Gunnar náði í gærkvöldi.“

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar á TMM-vefinn um óperuna Ragnheiði.

via Mala domestica : TMM.