Fyrir margt löngu veitti góður maður mér aðgang að tónlistarforritinu Reason. Ég gat aldrei lært almennilega á forritið og það eina sem ég gat gert ágætlega var að búa til trommur og takta. Ég útbjó því allmarga þétta takta í góðu samstarfi við eigið innsæi og hugmyndarflug. Og velti um leið fyrir mér hvort einhvers […]
Prins Póló
Tónlist vikunnar: „París norðursins“ – Lag sumarsins er fundið!
Lag sumarsins er svo sannarlega fundið. Ekki ætti að dyljast neinum að undirritaður er mikill aðdáandi Svavars Péturs Eysteinssonar og hans verka, bæði þeirra er Svavar gerir á eigin spýtur sem þeirra sem hann vinnur í samstarfi við ýmsa vini og kunningja; konu sína Berglindi Häsler, Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast og gítarleikarann knáa […]
Plötudómur: Prins Póló – Sorrí | Potturinn
Á þessari plötu er komið aðeins meira kjöt á beinið en á Jukk en hér er hljóðheimurinn orðinn stærri og takturinn fastari. Það gæti verið að Sexy Schidt útfærslan á “Niðrá strönd” hafi opnað augu Prinsins og sýnt honum fram á það að hann gæti búið til lög sem ættu heima á sveittustu dansgólfum bæjarins. Plötusnúðar landsins hafa allavega úr nokkrum lögum að velja á Sorrí.
Eins og áður eru textarnir fyrirferðamiklir og það er bara eitthvað að ef Svavar verður ekki tilnefndur sem textahöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árið 2014.
Vísir – Plata sem mun græta steratröll
„Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan.
Prins Póló í viðtali um nýja plötu via Vísir – Plata sem mun græta steratröll.