„Ég hugsa til kvenkyns poppstjarna nútímans, sem á góðum degi eru varla í nærbuxum. En Berger var kannski helst að hugsa um „the nude“ í samhengi evrópskra olíumálverka. Þar sitja fallegar postulínshvítar konur og horfa út úr málverkum, beint í augun á þér. Í slíkum verkum er nekt aðeins sjón fyrir þá sem eru klæddir. Eins og okkur, sem stöndum inni á safninu og virðum nakta líkamann fyrir okkur. En líkaminn horfir á móti, konan glottir út úr málverkinu.“
Valgerður Þóroddsdóttir pistlar í Víðsjá – via Ef ég sýni þér allt, segi ég þá satt? | RÚV.