Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.
Nanna Hlín Halldórsdóttir
Foucault – Þrír textar
Þann 25. júní síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því franski heimspekingurinn Michel Foucault lést úr eyðni. Af því tilefni birtist hér á Starafugli formáli þeirrar bókar sem nú er út komin og nefnist einfaldlega Foucault – Þrír textar. Upprunalega stóð til að þann dag kæmi bókin öll en af því gat ekki orðið.
Listaverk er ekki hlutur, það er lífið
Inngangur að bókinni Foucault – þrír textar
Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er ágætt að minnast Michel Foucault sem lést fyrir einmitt þrjátíu árum síðan af völdum alnæmis. Heimspeki var ekki aðeins stundir á bókasafni, kennsla eða háspekilegar rökræður fyrir honum, heimspeki var lífið. Hann vildi skilja hvaða hugmyndastraumar skilyrðu hugsanir hans og hvernig hann gæti […]
Skáldskapur vikunnar: Ólíkar gerðir ferðablætis
1) að vera ævintýramaðurinn er draumurinn sem afþreyingin nærir okkur á
í draumnum erum við einstök því við erum Indiana Jones
við kýlum á það og sjá: bílfarmar af Indiana Jones aka um framandi hættuför (núna klaki)