Vafasamt námsefni (opið bréf) | Menningarsmygl

Það væri hins vegar gaman ef næstu hneykslunarfrétt fylgdi smá hugleiðing um að í bókmenntatextum og bíómyndum eru skilaboðin stundum margræð og höfundar tala jafnvel þvert á hug sinn til þess að fá lesendur / áhorfendur til þess að sjá hlutina í nýju ljósi eða veita þeim tækifæri til þess að greina þá (svo eru mögulega ekkert svo slæm skilaboð í sumum fyrirsögnunum þrátt fyrir sjokkið sem þær bjóða upp á – eins og glöggir lesendur verða fljótir að sjá). Hugleikur Dagsson hefur til dæmis lengst af starfað sem listamaður og örugglega ósjaldan verið skítblankur – ef hann væri sama sinnis og aðalpersónan í myndasögunni sem vísað er til hefði hann líklega skotið sig í hausinn löngu áður en hann komst svo langt að teikna þessa sögu.

via Vafasamt námsefni (opið bréf) | Menningarsmygl.