Rifist um vísu (og sitthvað fleira) á Facebook

„Ef til vill er of tilgerðarlegt og menntamannslegt að kalla Facebook Snjáldru, en ég kann þó ekki betra nafn. Ég skrifa frekar sjaldan athugasemdir, en fróðlegt er að sjá viðbrögðin. Til dæmis skrifaði Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi hugleiðingu í gær, miðvikudaginn 26. mars: Skáldastyttur bæjarins í Kiljunni – skemmtilegt sjónvarp. Steinn orti raunar um Tómas […]