Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur

„Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“

Sölvi Björn Sigurðsson ræðir um Melittu Urbancic via Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur.

Málþing um Melittu Urbancic

Laugardaginn 8. mars verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Dagskráin stendur frá kl 13 – 15 og eru allir hjartanlega velkomnir.