Sumarslamm!

Sumarslamm Bókmenntaborgarinnar, Meðgönguljóða og ORT: Við slömmum inn sumarið í ljóðaslammkeppni á Loft hostel í dag laugardaginn 24. maí kl. 17:00. Reglurnar eru einfaldar: Hver slammari hefur þrjár mínútur til að heilla dómara og flytja þarf blaðalaust. Dæmt verður fyrir sviðsframkomu, skáldskap og frumleika. Skráning er hafin hjá ritstjorn@medgonguljod.com Pólski ljóðaslammarinn Wojciech Cichon verður yfirdómari […]

Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014

„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari.

via Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014.