Vantaði undirölduna – Vísir

Persónulega þótti mér minna til tónlistarinnar koma. Hún fór stöðugt í hringi, sennilega í takt við kyrrstöðu sviðsmyndanna. Þegar um svoleiðis er að ræða, þurfa hugmyndirnar að vera afar góðar. Mér fannst vanta einhverja undiröldu í tónlistina, ekki einhvern hrylling og drama, bara eitthvað sem léti mann LANGA til að heyra tónlistina endurtekna í sífellu. Hún var samt ágætlega flutt, hljómsveitin var samtaka og spilaði hreint, sömu sögu er að segja um söng kórsins. Það var bara ekki nóg.

Jónas Sen skrifar um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen via Vísir – Lífið -Gagnrýni.

Vísir – Mávarnir görguðu á gúrúinn

„Titill verksins, Turiya, er sanskrít og þýðir fjórði. Það vísar til upplifunar hreinnar vitundar, sem er skilgreint markmið margra hugleiðslukerfa. Fyrsta vitundarástand er hversdagsleg vökuvitund, síðan kemur draumsvefn og loks draumlaus svefn. Turiya er fjórða hliðin á veruleikanum, handan við hinar þrjár. Hún felur í sér einhvers konar sæluástand sem erfitt er að skilgreina með orðum. Tónlist Högna var tilraun til að gefa Listahátíðargestum innsýn í þetta vitundarástand.

Eftir smá stund af píanóhljómum tók við söngur sem var seiðkonulegur og tónar annarra hljóðfæra og klukkna sem bættust við voru hugvíkkandi.“

Jónas Sen skrifar um Turiya eftir Högna Egilsson via Vísir – Mávarnir görguðu á gúrúinn.

Villuljós í Hörpu – Jónas Sen – Vísir

Atriðin voru ákaflega misjöfn að gæðum, eins og gengur þegar dagskráin er bland í poka. Sumt var mjög áhrifamikið. Þar á meðal var lag eftir Lay Low sem hún söng sjálf. Einnig má nefna lag eftir Báru Grímsdóttur í meðförum Vox feminae, sem og notalegt djasslag eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur í eigin flutningi. Spuni eftir Ragnhildi Gísladóttur var líka skemmtilegur. […] Á milli laganna voru sýnd örstutt myndbrot. Þau samanstóðu af viðtölum við aðaltónlistarkonuna sem var að fara að stíga á sviðið hverju sinni. Nánast alltaf var spurt að því sama, og yfirleitt var það eina spurningin: Ertu stressuð? Það var afar einsleitt, sérstaklega eftir því sem á leið.

Jónas Sen skrifar um uppskerukvöld Kítóns Vísir – Villuljós í Hörpu.