Nokkur orð um Passíusálmana – Vísir

„Kristján fjallar í sömu bók ítarlega um hrynjandi og áherslur í Passíusálmunum. Það er athyglisvert að Hallgrímur lætur áherslu oft falla á orð sem bera litla merkingu, t.d. að hafa höfuðstaf á forsetningunni „í“ í þessum línum: „Út geng ég ætíð síðan / í trausti frelsarans“. Þetta er að öllum líkindum algjörlega meðvitað hjá skáldinu og veldur því að hljómfallið er aldrei vélrænt eða fyrirsegjanlegt heldur skapast við þetta sveigjanleg hrynjandi sem er í ætt við tónlist eins og Atli Ingólfsson hefur fjallað um á snjallan hátt í greininni „Að syngja á íslensku“ sem birtist í Skírni árið 1994.“

Margrét Eggertsdóttir skrifar um Passíusálmana via Vísir – Nokkur orð um Passíusálmana.