Egla – bókadómur | OK EDEN

„Ég var að lesa Egils sögu Skallagrímssonar í fyrsta sinn. Mikið hrikalega er hún oft fyndin. Eftir að loka bókinni var ég hálfpartinn hlæjandi næstu klukkustundina yfir síðustu svívirðu Egils, sem hefði verið hans mesta og að því er virðist tilefnislausasta, hefði hann semsagt komist upp með hana: að ríða með silfur sitt til Alþingis – tvær kistur fullar, gjöf frá enskum kóngi sem hann hafði setið á í hálfa öld og svikist um að deila því með Skallagrími föður sínum og öðrum velunnurum – og sáldra því yfir þingheim til að láta viðstadda slást um það. Vegast á. Stjúpdóttir hans sagði: já, frábær hugmynd pabbi, og lét síðan eiginmann sinn koma í veg fyrir illvirkið. Fyrst Agli varð þess ekki auðið að efna til illinda einu sinni enn, faldi hann þennan fjársjóð einhvers staðar, blindur á níræðisaldri, og drap síðan þrælana tvo sem fylgdu honum til liðsinnis við það svo að enginn yrði, áreiðanlega, til frásagnar um hvar silfrið væri falið.“

Haukur Már Helgason skrifar um Egils Sögu via Egla – bókadómur | OK EDEN.