Í dag 22.maí er opnun í Kling & Bang gallerý á fjórskiptu verki sem verður til í sköpunarferli fjögurra listamanna. Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Helgi Örn Pétursson og Rebekka Moran munu skapa list og áhorfendur geta fylgst með þeim, þróun sýningarinnar og samtal þeirra við E.S.P. TV listahópinn frá New York.