Af furðulegum sögum í stafrænum heimi

Kastali Otrantos eftir Horace Walpole sem kom út árið 1764 er talin vera fyrsta gotneska sagan. Í sögunni mættust annars vegar hefðir riddarabókmennta og rómantísku stefnunnar og hins vegar hið framandlega og forboðna. Walpole sagði að markmið hans hefði verið að sameina rómantík miðaldabókmennta, sem hann taldi of framandi, og nútímabókmenntir, sem honum fannst of […]

Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði við upphaf magnaðrar bókar

„Línuleg frásögn leynist þó undir óreiðunni og við fikrum okkur smám saman nær nútímanum en slíkt er aukaatriði – eða kannski er réttara að segja að í þessari yndislegu frásögn séu aukaatriðin alveg jafn mikilvæg og aðalatriðin. Innkaupalisti langalangafa Erlu gefur tilefni til vangavelta og ótrúlegustu pappírar, ljósmyndir, dómsskjöl og bréf verða innblástur að ferðalagi sem hrífur lesandann með sér. Þetta er einn helsti styrkur og sjarmi þessarar bókar – Þórunn hefur slíkt lag á textanum að maður fylgir henni hvert á land sem er.“

Maríanna Clara Lúthersdóttir skrifar um Stúlku með maga eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur á Druslubókavefinn Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði við upphaf magnaðrar bókar.

Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði í magnaðri bók

„Ein magnaðasta jólalesningin mín var án efa Sigrún og Friðgeir – ferðasaga. Þetta er áhrifamikil lesning og ég var hreinlega skekin þegar ég lagði bókina loks frá mér. Það hefur væntanlega ýtt undir áhrifin að af dularfullum ástæðum – ég veit ekki hvernig – tókst mér að láta fram hjá mér fara um hvað bókin er.“

Maríanna Clara Lúthersdóttir skrifar um Sigrúnu og Friðgeir eftir Sigrúnu Pálsdóttur Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði í magnaðri bók.

Druslubækur og doðrantar: Í gryfju Nabokovs: Guðrún Elsa og Kristín Svava spjallblogga um Pale Fire

Ég held að grundvallarmunurinn á því hvernig við og Björn upplifðum söguna felist kannski í þessari samsömun sem ég er alltaf að tala um, eða fjarlægðinni sem er haldið við lesanda, sem Björn fílaði meira en við. Ég þoli samt ekki tilhugsunina um að tilfinningaleg tengsl mín við sögupersónur skipti svo miklu máli, ég fer ósjálfrátt að hugsa um ákveðinn bókmenntagagnrýnanda sem þoldi ekki The Road eftir Cormac McCarthy vegna þess að litli drengurinn í bókinni hreyfði ekki nóg við henni. Nei, þetta samræmist engan veginn þeirri mynd sem ég hef af sjálfri mér – til dæmis hataði ég The Road af allt öðrum ástæðum. En nú er ég aðeins farin út fyrir efnið. Ég held að ég sé að reyna að segja að ég sé voðalega töff. Hvað segir þú um þetta mál, Kristín Svava?

via Druslubækur og doðrantar: Í gryfju Nabokovs: Guðrún Elsa og Kristín Svava spjallblogga um Pale Fire.