Persónulega þótti mér minna til tónlistarinnar koma. Hún fór stöðugt í hringi, sennilega í takt við kyrrstöðu sviðsmyndanna. Þegar um svoleiðis er að ræða, þurfa hugmyndirnar að vera afar góðar. Mér fannst vanta einhverja undiröldu í tónlistina, ekki einhvern hrylling og drama, bara eitthvað sem léti mann LANGA til að heyra tónlistina endurtekna í sífellu. Hún var samt ágætlega flutt, hljómsveitin var samtaka og spilaði hreint, sömu sögu er að segja um söng kórsins. Það var bara ekki nóg.
Jónas Sen skrifar um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen via Vísir – Lífið -Gagnrýni.