Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.
Davíð Stefánsson
Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund
Hlýtt og satt er langþráð bók sem hefur verið lengi í smíðum, þótt sannur skriðþungi hafi ekki farið af stað hjá mér fyrr en árið 2011. Þá settist ég niður í tvo kalda vetrarmánuði á Skriðuklaustri og tók saman hinar og þessar hugmyndir og hálftexta sem safnast höfðu upp á mörgum árum. Þar sá ég loksins skýrt hvaða þræðir lágu í gegnum textana og hvaða stefnu ég vildi taka sem höfundur annars konar texta en ljóða.
Ég fann fjölina, eins og sagt er.
Davíð Stefánsson fjármagnar bók á Karolina Fund via Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund.
Kosið um nýjan formann Rithöfundasambandsins
Ný stjórn Rithöfundasambands Íslands verður kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður 8. maí næstkomandi. Kosið verður um formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann. Kristín Steinsdóttir formaður og Davíð Stefánsson meðstjórnandi ætla að láta af störfum, en þeir Jón Kalman Stefánson varaformaður og Gauti Kristmannsson varamaður gefa kost á sér til endurkjörs. Skrifleg framboð […]