Gagnrýni | The Congress | Klapptré

„Þegar framtíðin er nálæg er hins vegar auðveldara að kasta akkeri í huga áhorfenda, akkeri sem tengir beint við þeirra eigin upplifanir og hvert þær geta mögulega leitt okkur. Þetta akkeri var í vissum skilningi fjær okkur í myndum um yfirvofandi heimsendi í kringum aldamótin (eins og 12 Monkeys, Strange Days og áðurnefnd Children of Men) því þar var verið að vinna með stef sem grandalausir Vesturlandabúar eru gjarnir á að hunsa, stef á borð við þriðja heims fátækt og loftslagsáhrif. Congress sver sig hins vegar meira í ætt við Her og The Matrix og ýkir einfaldlega veröld sem við erum nú þegar stigin inn í – heim alltumlykjandi tölvuvæðingar og sífellt tölvuteiknaðri bíómynda. Heim sem einhvern tímann hefði verið kallaður gerviheimur en verður sífellt raunverulegri.“

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Congress á Klapptré Gagnrýni | The Congress | Klapptré.