Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur net, þ.e.a.s. að starfa með öðrum vinnustofum víðs vegar um landið. Þá er hægt að skiptast á rými og nýta aðstöðu hvers annars. Markmiðið er einnig að fara með samstarfið út fyrir landsteina og byggja tengslanet út um allan heim. En annars þarf listasamfélagið á Íslandi kannski á viðhorfsbreytingu að halda og koma sér út úr miðbænum. Þið getið ímyndað ykkur virknina ef það væri meira um stórar og góðar vinnustofur. Það tekur tíu mínútur að taka strætó en ekki hálfan handlegg.
Tímaritið Blær ræðir við forsvarsmenn Algera Studio, Sunnevu Ásu Weisshappel og Ými Grönvold via Heimsókn í Algera Studio – Blær.