Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.
Bjarni Bernharður Bjarnason
Bjarni Bernharður sýnir í Anarkíu
Laugardaginn 5. apríl kl. 15 – 18 verður opnuð sýning á verkum Bjarna Bernharðar í efri salnum í Anarkíu listasal í Kópavogi. Á sýningunni eru akrýl- og olíumyndir. Sýningin er sölusýning og er verðinu still í hóf. Sýningin mun standa til 4 maí. Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 (norðanmegin) í Kópavogi. Þá […]
Bókahátíð á Flateyri hefst í dag
Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.