Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré

Skjaldborg byrjaði í fyrradag í frábæru veðri sem stöku sinnum var rofið af þokuslæðum. Ég missti samt af opnunarmyndinni út af því ég var fastur í stórkostlegu matarboði þar sem sagðar voru sögur af fyrsta dæmda íslenska dópsmyglaranum og fleira góðu fólki – þetta var raunar matarboð sem var stútfullt af efni í góðar heimildarmyndir sem bíða þess bara að vera filmaðar.

Það var raunar ágætlega í takt við hugmyndafræði heiðursgestsins Viktors Kossakovsky, hvers mynd ég var að missa af.

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um kvikmyndahátíðina Skjaldborg via Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré.

Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré

Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun – það var vissulega partí en á meðan Sölvi var fastur þar þá vorum við hin flest í sporum Eikar eða Móra – að glíma við sömu draugana og venjulega, lífið, sorgina, blankheitin og okkur sjálf. Sem er alltaf efni í gott bíó.

via Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré.

Aronofsky horfist í augu við þversagnir syndaflóðsins | Klapptré

„En á meðan mér fannst svörin sem Aronofsky veitti í The Fountain full ódýr þá þorir hann hérna að horfast í augu við allar þær þversagnir sem þessi stutta saga er full af. Mögulega er Aronofsky heittrúaður, það væri þá bara en nein þversögnin að hann geri biblíu-bíómynd jafn fulla af efasemdum um almættið. Hann er ekkert að djóka – og það er það besta við myndina, hér er varla milligramm af kaldhæðni. En hann lítur heldur aldrei undan – og það krefst sannarlega hugrekkis.“

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Nóa Aronofskys á Klapptré Gagnrýni | Noah | Klapptré.

Takk, Kristinn

Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]

Gagnrýni | The Congress | Klapptré

„Þegar framtíðin er nálæg er hins vegar auðveldara að kasta akkeri í huga áhorfenda, akkeri sem tengir beint við þeirra eigin upplifanir og hvert þær geta mögulega leitt okkur. Þetta akkeri var í vissum skilningi fjær okkur í myndum um yfirvofandi heimsendi í kringum aldamótin (eins og 12 Monkeys, Strange Days og áðurnefnd Children of Men) því þar var verið að vinna með stef sem grandalausir Vesturlandabúar eru gjarnir á að hunsa, stef á borð við þriðja heims fátækt og loftslagsáhrif. Congress sver sig hins vegar meira í ætt við Her og The Matrix og ýkir einfaldlega veröld sem við erum nú þegar stigin inn í – heim alltumlykjandi tölvuvæðingar og sífellt tölvuteiknaðri bíómynda. Heim sem einhvern tímann hefði verið kallaður gerviheimur en verður sífellt raunverulegri.“

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Congress á Klapptré Gagnrýni | The Congress | Klapptré.

Vafasamt námsefni (opið bréf) | Menningarsmygl

Það væri hins vegar gaman ef næstu hneykslunarfrétt fylgdi smá hugleiðing um að í bókmenntatextum og bíómyndum eru skilaboðin stundum margræð og höfundar tala jafnvel þvert á hug sinn til þess að fá lesendur / áhorfendur til þess að sjá hlutina í nýju ljósi eða veita þeim tækifæri til þess að greina þá (svo eru mögulega ekkert svo slæm skilaboð í sumum fyrirsögnunum þrátt fyrir sjokkið sem þær bjóða upp á – eins og glöggir lesendur verða fljótir að sjá). Hugleikur Dagsson hefur til dæmis lengst af starfað sem listamaður og örugglega ósjaldan verið skítblankur – ef hann væri sama sinnis og aðalpersónan í myndasögunni sem vísað er til hefði hann líklega skotið sig í hausinn löngu áður en hann komst svo langt að teikna þessa sögu.

via Vafasamt námsefni (opið bréf) | Menningarsmygl.