Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð

Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.

Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan

„Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.““

Anton Helgi Jónsson, ljóðskáld, í viðtali við Fréttablaðið via Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan.

Hádegisrapp úr viðskiptalífinu eftir Anton Helga Jónsson

  Þegar japanskar dömur kúka í vinnunni heyrist aldrei neitt það heyrist aldrei neitt sem minnir á fallandi kukk. Það heyrist aldrei plask. Það heyrist aldrei pling. Það heyrist hvorki plask né pling. Það er fátítt að dama kúki. Það gerir uppeldið. Það gerir aldagömul hefðin. Þetta má lesa í viðskiptablaðinu sem útlistar vandræði bossanna […]