Orðin

Í upphafi var orðið. Í upphafi var, er og verður orðið. Í upphafi mannlega sköpunarverksins er kannski eitthvað annað: tilfinning hugmynd óljós minning eitthvað annað kannski gap ginnunga milli tveggja orða eða tilfinninga sem kallar til sín fleiri orð og orðin verða að sögu.

Sjötíu ár frá því þegar köngull datt á jörðina

Pappír til Ameríku röflar lúgumaðurinn restin eitthvað óskiljanlegt hefur tekið tvöfaldar vaktir alla vikuna þá fyrsta alltaf á eyrinni Pappír til Ameríku svarta skipið tekur tólf þúsund tonn ef við lokum ekki millidekkjum heldur leggjum tvöfaldan krossvið á milli samskeytin á kross prýðis dansgólf fyrir lyftarann Pappír til Ameríku fyrir Vassingtún Póst Nýju-Jórvíkur Tiðindin og […]