Pólitísk ljóðlist fyllir mig von. Allt er mögulegt í pólitískri ljóðlist. Valhopp ímyndunaraflsins kemur í stað yfirvalda. Pólitísk ljóðlist ofsækir ekki minnihlutahópa nema í undantekningatilfellum: Annað hvort minnist hún ekki á þá, eða hún dásamar þá, oftast nær. Pólitísk ljóðlist dáist að framkvæmdum mannanna. Ljóðskáldin skrifa eins og það sé framkvæmd, undarlega óvirk tegund […]