1. Vistarverur, önnur ljóðabók Hauks Ingvarssonar, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar núna í haust. Bókin er 80 blaðsíður og skiptist í tvo hluta: „Allt sekkur“ og „Hrundar borgir“. 13 ljóð í þeim fyrri, 17 í þeim seinni. En þetta er ekki jafneinfalt og það hljómar. Því inn á milli birtast myndljóð þar sem endurtekið er unnið […]
Höfundur: Dagur Hjartarson
Úr Því miður
Því miður eru allir þjónustufulltrúar okkar með lágt sjálfsálit, kvíða, þunglyndi eða aðra kvilla sem húka eins og flækingshundar undir fullu tungli. Þú ert líka með svona kvilla, því miður. En hinkraðu á línunni, lokaðu augunum og sjá: hin fögru andlit, hin marglitu hrjáðu andlit. Þetta eru andlit þjónustufulltrúanna. Þau eru kvalin og kringlótt og […]
Titill: „algerlega óaðgengilegar“
Fyrir tónleika sína í Laugardalshöll 13. ágúst 2015 fóru meðlimir hljómsveitarinnar Kings of Leon fram á kókosvatn heimalagað íste (ekki of sætt) túnfisksalat kokk sem eldar á staðnum átta tegundir af hvítvíni níu tegundir af rauðvíni súkkulaðihúðuð goji-ber ferskan hummus fimm búningsherbergi fimm sófasett í stíl og Diet DR. Pepper, bæði með og án koffeins […]
Ljóð í þremur erindum um einkavæðingu íslenska heilbrigðiskerfisins
(Ort í orðastað Óttarrs Proppé, heilbrigðisráðherra og alþingismanns Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi.)
… … … … … … … … … … … …
„Óstöðvandi gufuskipið sorg“
– um Af ljóði ertu komin eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Af ljóði ertu komin. Bjartur 2016. 66 bls. Nú er gamla gengið komið saman enn á ný: Dauðinn, Tíminn, Ástin – þetta eru yrkisefnin í Af ljóði ertu komin, áttundu ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur. Steinunn hefur verið að fást við þessi eilífðarefni allt frá sinni fyrstu bók, Sífellum (1969), en er langt því frá að endurtaka sig […]