lommi (f. 1983) er ærslabelgur á ekki ósvipaðan máta og tundurdufl eru flotholt. Hann hefur gefið út ljóðabækurnar Gengismunur (2010), Dr. Usli (2009) og Síðasta ljóðabók Sjóns (2008). Hann var eitt sinn meðlimur í ljóðahljómsveitinni Músífölsk (ásamt Emil Hjörvar Petersen), hefur forritað ljóðavélar fyrir lesendur internetsins og lagt drjúga stund á sviðsljóðlistir. Árið 2015 ritstýrði hann ljóðagalleríinu 2015 er gildra og hann er núverandi ljóðaritstjóri vefritsins Starafugl.