„En á meðan mér fannst svörin sem Aronofsky veitti í The Fountain full ódýr þá þorir hann hérna að horfast í augu við allar þær þversagnir sem þessi stutta saga er full af. Mögulega er Aronofsky heittrúaður, það væri þá bara en nein þversögnin að hann geri biblíu-bíómynd jafn fulla af efasemdum um almættið. Hann er ekkert að djóka – og það er það besta við myndina, hér er varla milligramm af kaldhæðni. En hann lítur heldur aldrei undan – og það krefst sannarlega hugrekkis.“
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Nóa Aronofskys á Klapptré Gagnrýni | Noah | Klapptré.