Þrjú ljóð eftir Maríu Thelmu


Þrjú ljóð úr bókinni Skúmaskot eftir Maríu Thelmu

SOS!

Ég týndi
sjálfsvirðingunni
á djamminu
og hana er hvergi
að finna
í óskilamunum.

Billie Holiday

Ég er gamaldags
kasettutæki
sem spilar
bara þig
og Gloomy Sunday
á repeat

101 Reykjavík

Samskipti ykkar
eru eins og nýju
hótelin í 101.
Eftirlíking á því
sem var
og byggð á fölskum
forsendum.