Skáldskapur vikunnar: Stundarfró eftir Orra Harðarson

Stundarfró (sýnishorn)
til niðurhals
:

kindleepubPDF

stundarfroArinbjörn Hvalfjörð er efnilegasta skáld Íslands. En hversu lengi getur hann skákað í því skjólinu? Fimm árum eftir sína fyrstu bók er hann engu nær um næstu skref í tilverunni. Sérhver dagur er leikinn af fingrum fram og þverrandi fimi. En í unglingsstúlku norður á Akureyri sér hann mögulega eitthvað til að byggja á. Framtíð, ef til vill.

Stundarfró er fyrsta skáldsaga Orra Harðarsonar. Hún kemur út hjá Sögum og er væntanleg í búðir í næstu viku. Starafugl býður upp á brot úr bókinni.