Að lifa stríð : TMM

Ég hef verið stór aðdáandi Konunnar við 1000° síðan ég las hana nýútkomna en ekki bjóst ég við að hún myndi þola að fara á svið. Tíu tíma sjónvarpssería kannski eða að minnsta kosti ílöng tveggja kvölda leiksýning eins og Heimsljós og Sjálfstætt fólk en ekki eitt tveggja tíma leikrit. Þetta hefur þó verið gert. Höfundurinn sjálfur, Hallgrímur Helgason, semur leikgerðina með Símoni Birgissyni dramatúrg og Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, og hún er sýnd í Kassanum.

Leikgerðin hoppar nokkuð á tindunum í bókinni og sumir verða svo í skötulíki að þeir sem ekki hafa lesið bókina vita ekkert hvað var að gerast þegar það er búið. En að því sögðu er full ástæða til að fagna þessu framtaki; leikgerðin skilar kjarna verksins, bæði í texta og túlkun.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Konuna við 1000° via Að lifa stríð : TMM.