Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Naguib Mahfouz

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Naguib Mahfouz frá Egyptalandi hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1988. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann (á ensku) meðal annars um tjáningarfrelsi, fötwuna á hendur Salman Rushdie og fleira. Mahfouz varði Rushdie af miklum móð í arabaheiminum og í kjölfar fötwunnar lenti skáldsaga hans Börnin frá Gebelawi líka undir smásjá öfgamanna sem reyndu að myrða hann árið 1994 – hann var stunginn í hálsinn en lifði af.

Við biðjumst velvirðingar á að hljóðið dettur út í nokkrar sekúndur – en þar átti líklega bara að vera tónlist – og örstuttan kvikmyndabút vantar vegna höfundarréttarvandræða.