Drengur með náragáfu : TMM

Ævintýri lífs hans sem hann er kominn upp á svið til að segja okkur er einmitt tengt þessum stígvélum. Öðru atviki tæpir hann á úr æsku sinni sem hefur ekki verið eins fallegt eða skemmtilegt en það hefur hann bælt svo rækilega að það hefur tekið ævintýralegum umbreytingum í minninu.

Annars hefur Kenneth Máni ekki margt að segja en hann er mjög upptekinn af mannlífinu yfirleitt og tungumálinu sem er honum uppspretta fjörugra barnslegra athugana. Hann er hugfanginn af því þegar sama orðið hefur margar merkingar, eins og til dæmis „á“ – af því það er auðvitað á, og á, og á – og á!

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Kenneth Mána via Drengur með náragáfu : TMM.