Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Pétur og Orri

Húsráð Gunnarshúss mun standa fyrir vikulegum Höfundakvöldum í Gunnarshúsi fram að jólum. Á hverju fimmtudagskvöldi mæta tveir höfundar og spjalla um bækur sínar, lesa aðeins úr þeim, og síðan gefst áhorfendum kostur á að spyrja líka. Meiningin er að lyfta jólabókavertíðinni aðeins upp úr fari hinna hefðbundnu upplestrarkvölda, og gefa hverri bók og hverjum höfundi meiri tíma.

Á fimmtudaginn 30. október mæta þeir Pétur Gunnarsson og Orri Harðarson og svara spurningum Hallgríms Helgasonar um bækur sínar, Veraldarsaga mín (PG) og Stundarfró (OH). Allir velkomnir á meðan stólar leyfa, aðgangur 500 kr.

via Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Pétur og Orri.