Þjóðleikhús fyrir alla…nema fatlaða | Kjarninn

Stjórnvöld og forsvarsmenn Þjóðleikhússins eru auðvitað ábyrg fyrir því að aðgengi að húsinu sé viðunandi.  Í sjálfu sér hefðu þau dæmi, sem ég hef nú rakið, átt að nægja til að eitthvað yrði gert í málunum, en það hefur orðið bið á því. Spurningin er hvort það þurfi virkilega að verða alvarlegt slys til að eitthvað verði gert.  Því að óbreyttu þá eru lyftur hússins dauðagildrur.  Það hefur enginn heilsu til að sitja fastur í lyftu utandyra í klukkustund og kafaldsbyl, hvorki fatlaður né ófatlaður. Ég hvet forsvarsmenn Þjóðleikhússins og Fasteigna ríkissjóðs til að bregðast tafarlaust við ákalli um úrbætur svo Þjóðleikhúsið geti staðið undir því að vera leikhús þjóðarinnar.

via Þjóðleikhús fyrir alla…nema fatlaða | Kjarninn.