Þrif header

Þrif

Hombre, það eru opnar bódegur alla nóttina.“
„Þú skilur ekki. Þetta er hreint og notalegt kaffihús. Það er vel lýst. Lýsingin er mjög góð og nú eru, þar að auki, skuggar af laufunum.“
„Góða nótt,“ sagði ungi þjónninn.
„Góða nótt,“ sagði hinn. Hann slökkti rafljósið og hélt áfram samtalinu við sjálfan sig. Það er lýsingin, auðvitað, en staðurinn verður líka að vera hreinn og notalegur.

Starafugl kynnir 24 bls. lesheftið Þrif, með stuttum textum um fyrirbærið hreina og bjarta staði. Mouche I. Fatï tók heftið saman. Hryggjarstykki útgáfunnar er, að sögn Fatï, ný þýðing á smásögu Ernest Hemingway frá árinu 1933, „A Clean, Well-Lighted Place“ eða „Þrifalegur staður með góðri lýsingu“.

Sýnishorn úr lesheftinu má sjá hér á síðunni, en heftið má nálgast í heilu lagi hér. Heftið er gefið út á PDF-sniði og dreift án endurgjalds.