Ég hafði kviðið því að lesa innganginn að As You Like It. Kynuslinn í verkinu er svo frægur og flókinn og miðlægur að menningarskríbentar nútímans fá umsvifalaust fræðilega standpínu og í því ástandi verður versta þykknið til. En þó Juliet Dusinberre sé víst frumkvöðull í femínískri bókmenntagreiningu þá er hún greinilega með fulla stjórn á útlimunum þegar hún skrifar. Fyrir vikið verður mjög svo „nútímaleg“ nálgun hennar bæði skiljan- og gagnleg, þar sem hún vefur saman túlkun höfundar og túlkanir fyrri tíma bæði fræðinga og leikhúsfólks af mikilli fimi, og margs verður maður vísari. Stundum teflir hún á tæpasta vað með að má út skilin milli leikritsins og þess sem hún telur sig lesa úr því, þegar hún er augljóslega að lesa í það. Og hún spilar í efstu deild við að fabúlera um matrjúskueðli kyngerva í verkinu. Engu að síður stórgott.
Ég hafði reyndar líka kviðið því að lesa leikritið sjálft. Þar spilar inn í ein af skemmtilegustu ritgerðum um Shakespeare sem ég hef lesið. „Ritgerð“ er kannski full vel í lagt um „An Open Letter to William Shakespeare – or As I don’t like it“ sem Peter Brook birti í Sunday TImes 1957 þegar gagnrýnendur höfðu talað af lítilsvirðingu um Titus Andronicus, en hrósað Brook fyrir að „bjarga“ ónýtu handriti með uppfærslu sinni, sem hefur síðan orðið ein goðsagnakenndasta sýning leiklistarsögunnar, með dyggum stuðningi frá Jan Kott.
Greinin er vissulega á léttum nótunum og formið teymir innihaldið áfram. Í henni rekur Brook meinlegar athugasemdir gagnrýnenda um hin ýmsu leikrit skáldsins, sem hann segist sjálfur hafa í miklum metum. Þar eru bæði léttvægari verk og stærstu kanónurnar taldar upp. Og svo kemur pönsið: Peter segist aldrei hafa séð hallað orði á As you like it, en sjálfum finnist honum það ómerkilegur pappír:
Now I must confess: I don’t like your As you like it. I’m sorry but I find it far too hearty, a sort of advertisment for beer, unpoetic, and, frankly, not very funny. When you have one villain repenting because he’s nearly been eaten by a lion and another villain at the head of his army „converted“ because he happens to meet „an old religious man“ and has „some question“ with him, I really lose all patience.
Eins og ég segi: þetta er retórík frekar en nokkuð annað. En þessi grein hefur alveg setið í mér. Það er líka ekki rangt að As You Like It nýtur takmarkalítillar hylli, er eitt af minnst umdeildum meistaraverkum mannsins. Og það er vissulega eitthvað pínu „kósí“ við það sem getur skemmt í manni tennurnar. Fyndið er það ekki mjög. Þetta er t.d. mögulega versti brandari í heimi:
TOUCHSTONE
No, by mine honour, but I was bid to come for you.ROSALIND
Where learned you that oath, fool?TOUCHSTONE
Of a certain knight that swore by his honour they were good pancakes and swore by his honour the mustard was naught: now I’ll stand to it, the pancakes were naught and the mustard was good, and yet was not the knight forsworn.CELIA
How prove you that, in the great heap of your knowledge?
ROSALIND
Ay, marry, now unmuzzle your wisdom.
TOUCHSTONE
Stand you both forth now: stroke your chins, and swear by your beards that I am a knave.
CELIA
By our beards, if we had them, thou art.
TOUCHSTONE
By my knavery, if I had it, then I were; but if you swear by that that is not, you are not forsworn: no more was this knight swearing by his honour, for he never had any; or if he had, he had sworn it away before ever he saw those pancakes or that mustard.1.2.59–78
Búmtiss – og Touchstone ratar út.
Dusinberre reynir reyndar að halda því fram að fíflið Touchstone sé bara víst fyndinn, ef hann er leikinn af einhverjum sem er hlægilegur í sjálfum sér og/eða hefur frjálsar hendur í adlibbi. En það drepur nú málinu svolítið á dreif.
Hún áttar sig líka á „bjórauglýsingarvandanum“, að ef menn passa sig ekki verður sýrópið of þykkt. Vill meina að lausnin sé sú að passa sig að hafa fýlupúkann Jaques nægilega súran. Vandinn er reyndar sá að Jaques er, á alla nútímamælikvarða, fyndnari en spegilmynd hans (og átrúnaðargoð) Touchstone. Líka ef hann er súr. Sérstaklega ef hann er vel súr.
Annað sem hún verður að viðurkenna er að kostir As You Like It sem blasa við á blaði, rata af einhverjum ástæðum síður á sviðið en tilfellið er með mörg önnur af viðurkenndum meistaraverkum. Hún reynir að berja í þann brest með að segja, þvert ofan í viðtekin viðhorf, að víst hafi Shakespeare haft lesendur í huga meðfram því að ætla verkin til sýningar. Hmm.
Þetta stangast síðan mjög á við sýnina sem við Juliet deilum um hver er kjarni verksins: völundarhús kyngervanna í tilhugalífssviðsetningum Rósalindar með Orlandó. Það birtist bara á sviði, þegar leikarar af holdi og blóði – og kyni – fara með og bregðast við textanum:
Rósalind (kona leikin af karlmanni) í gerfi Ganímedesar (karls sem konan, sem leikin er af karlmanni, leikur) bregður sér í hlutverk ímyndaðrar Rósalindar (konu, sem karl leikur, sem leikinn er af konu sem leikin er af karli) til að Orlandó geti æft sig að elska.
Það kostar gríðarlega áreynslu lesandans að teikna þann speglasal upp í huganum. Það veitir ekkert af aðstoð leikhússins til að þetta lifni fyrir augum manns og eyrum.
Annað sem truflar meira á prenti en sviði er hvað plottið, sagan, er bjánaleg. Eða kannski frekar barnaleg. Ævintýraleg. Sérstaklega lausnirnar í lokin, þar sem gengið er frá trúlofunum og vondukallarnir sjá að sér hægri vinstri, fyrirstöðulaust. Frekar klént, svo við bregðum fyrir okkur leikhúsfræðihugtökunum. Kannski er þetta samt mest klént af því það er alltaf verið að tala um AYLI sem meistaraverk. Annar tveggja hápunkta Shakespeares í gleðileikjagerð. Og maður furðar sig svolítið. Eins og Brook.
Hvað er þá svona frábært?
Í fyrsta lagi Rósalind og Selía. Bæði sem einstaklega vel formaðir karakterar og ekki síður sambandið milli þeirra. Gleðin og einlægnin í vináttunni. Þær geta líka sagt hvað sem er hvor við aðra:
CELIA
You have simply misused our sex in your love-prate: we must have your doublet and hose plucked over your head, and show the world what the bird hath done to her own nest.4.1.189–192
Þessi setning var víst strikuð á Viktoríutímanum. Selía dónastelpa!
Í öðru lagi er eitthvað mjög svo heillandi við raunsæið sem stöðugt sprengir hinar rómantísku helíumblöðrur sem persónurnar og plottið eru sífellt að blása upp. Því þó alltaf sé tönnlast á því að þetta sé leikrit um ást, þá er það eiginlega miklu fremur um það sem Sex-and-the-city-væddur nútíminn kallar „relationships“. Hvers konar sambönd eru á vetur setjandi? Út á það, frekar en frumspekilega ást, ganga samræður Rósalindar og Orlandós í speglasal kyngervanna.
Hin tryllta skot-ást á samt sína fulltrúa og talsmenn. Það er gert grín að þeim. Öllum nema Selíu, en samstuð (samdráttur á núlleinni) hennar og reformeraða skúrksins Ólivers finnst Rósalind bara frábært, enda líður að lokum og mikilvægt að hnýta enda og fara heim.
Miðað við hvað öllum finnst þetta ljóðrænt og skáldlegt leikrit (eða halda að það sé það) þá kemur örugglega mörgum á óvart hvað mikið af því er í óbundnu máli, þar á meðal nánast öll samskipti Rósalindar og Selíu, sem og samtöl Rósalyndar/Ganímedesar og Orlandós.
En hver talar um ást í blánkversi? Hver nema sveitastúlkan Phebe, helsti skotspónn Rósalindar og Shakespeares þegar kemur að glóruleysi hjartans:
Think not I love him, though I ask for him:
‘Tis but a peevish boy; yet he talks well;
But what care I for words? yet words do well
When he that speaks them pleases those that hear.
It is a pretty youth: not very pretty:
But, sure, he’s proud, and yet his pride becomes him:
He’ll make a proper man: the best thing in him
Is his complexion; and faster than his tongue
Did make offence his eye did heal it up.
He is not very tall; yet for his years he’s tall:
His leg is but so so; and yet ’tis well:
There was a pretty redness in his lip,
A little riper and more lusty red
Than that mix’d in his cheek; ’twas just the difference
Between the constant red and mingled damask.
There be some women, Silvius, had they mark’d him
In parcels as I did, would have gone near
To fall in love with him; but, for my part,
I love him not nor hate him not; and yet
I have more cause to hate him than to love him:
For what had he to do to chide at me?
He said mine eyes were black and my hair black:
And, now I am remember’d, scorn’d at me:
I marvel why I answer’d not again:
But that’s all one; omittance is no quittance.3.5.110–134
Æðisleg ræða, mjög talmálsleg þó rígbundin sé. Nýr tónn í meðferð stakhendunnar, forsmekkur af torræðu bíboppinu framundan. Það er líka yndislegt raunsæi í samskiptum og valdatafli þeirra Phebe og vonbiðilsins ástsjúka, Silvíusar, sem draumadísin notar eins og „bestavin“ þegar henni þóknast, þó hún hafni honum lengst af sem elskhuga. Sjálf elskar hún Ganymede, karlgervi Rósalindar, þrátt fyrir – eða vegna þess – hvernig drengurinn sá móðgar hana þegar þau hittast fyrst:
What though you have no beauty,–
As, by my faith, I see no more in you
Than without candle may go dark to bed–3.5.38–40
Þetta er reyndar miklu beittara og fyndnara hjá Helga:
Ekki ertu sjálf svo fögur að þér farist;
Þú ættir sveimér helzt að hátta í myrkri.
Stuðlar bæta. Á topp tíu yfir uppáhaldslínur mínar í (íslensku) kanónunni. Silvíus sjálfur fær svo að skilgreina ástartilfinninguna manna best, aftur í bundnu máli, þó rusti sé:
PHEBE
Good shepherd, tell this youth what ’tis to love.SILVIUS
It is to be all made of sighs and tears;
[…]
It is to be all made of faith and service;
[…]
It is to be all made of fantasy,
All made of passion and all made of wishes,
All adoration, duty, and observance,
All humbleness, all patience and impatience,
All purity, all trial, all observance …5.2.79–94
Frábær listi. Og ekki bara upptalning á ástarórum, heldur líka relationship-praktík. Svo segja menn að Rósalind sé ástar- og sambandafræðingurinn í Ardenskógi!
Talandi um Ardenskóg. Um hann hafa verið skrifaðir hillumetrar, enda undursamleg blanda af enskri sveit með nístandi vetrarkulda og hitabeltissavönnu með ljónum og snákum við hvert fótmál. Fyrir utan alla holtaþokuna um skóginn sem „a poetic space“, „realm of infinite possibility“ og Kristevamávitahvað. Það er líka erfitt að horfa framhjá tilvist raunverulegs Ardenskógar í nágrenni Stratford. Örnefnið er enn fúnkerandi þó skógurinn sé horfinn. Fyrir nú utan að Shakespeare var Arden í móðurætt. Önnur afbyggingarandköf þar.
Annað örnefnatengt sem gerir As You Like It einstakt: Eina leikritið þar sem hvergi kemur fram hvar hertogadæmið sem það gerist í er. Eins tilviljanakennt og manni finnast staðsetningarnar oft vera þá hefur svona „staðleysa“ óneitanlega áhrif á lesandann. Kannski frekar en áhorfandann, því nútímaleikhús er auðvitað gjarnt á að negla mann niður í tíma og rúmi.
Ég horfði á tvær útgáfur af verkinu.
Á sjóræningjasmugum Internetsins fann ég upptöku af beinni útsendingu á uppfærslu Polly Findlay fyrir breska þjóðleikhúsið 2015. Fyrst leist mér ekkert á blikuna. Hertogadæmið orðið einhverskonar sterílt skrifstofuumhverfi þar sem aukaleikarar puðuðu við skrifborð og helstu valdakallar lúðalegir jakkalakkar. En vá, hvað ég hefði verið til í að sjá umbreytingu kontórsins í Ardenskóg í stóra salnum, hún er alveg nógu mögnuð á skjá. Þar fyrir utan er allt svo dæmalaust skýrt og vel hugsað í gangi verksins og þróun persónanna. Kannski ekki neinn þannig stjörnuleikur að þurfi að skrifa um það í blöðin, fyrir utan dýrðlegan Jaques hjá Paul Chahidi, en þess þarf einfaldlega ekki þegar öllu er til skila haldið af svona næmri og húmorískri sýn. Og svo er tónlistin dýrð og dásemd hjá Orlando Gough, æðislegir a cappella söngvar, fluttir af firnaöryggi af leikhópnum.
Tónlist, já. Þess ber að geta að eina lagið sem varðveist hefur og talið er fullvíst að hafi verið samið við Shakespeare-leikrit meðan hann var í bransanum (kannski fulldjarft að segja að það sé úr frumuppfærslunni) er lag Thomasar Morley við „It Was a Lover and his Lass“.
Snoturt.
Síðan beit ég á jaxlinn og tékkaði á niðurrakkaðri kvikmyndaaðlögun Kenneths okkar Branagh frá 2006. Algerlega klikkað konsept þar: Branagh lætur verkið gerast í Japan 19. aldarinnar, skömmu eftir að Vesturlandabúum tókst að þröngva sér þar inn og rjúfa einangrun landsins. Meikar hæfilega mikinn sens, og flestar af tilraunum til að beintengja japanska menningu og lífshætti við efni verksins eru vandræðalegar. En þetta er samt prýðismynd finnst mér. Talsvert betri en önnur Branaghshakespearemynd með stóru konsepti, Love’s Labour’s Lost. Gullfalleg og rennur ljúflega. Flottir leikarar og ameríska nýstirnið Bryce Dallas Howard kemst ágætlega frá Rósalind, fyrir utan að það getur ekki nokkur maður trúað því að hún sé strákur.
Langumtalaðasta og rómaðasta nútímauppfærsla verksins er því miður ekki finnanleg á neinu formi, hvorki á Amazon né í smugunni. Declan Donnellan, leiðtogi Cheek by Jowl leikhópsins setti verkið upp með körlum í öllum rullum árið 1991. Munaði þar mest um Adrian Lester í hlutverki Rósalindar. Sýningunni eru gerð ágæt skil í heimildarmynd Fionu Shaw um verkið og listina að vinna með Sjeikspírskan texta. Heimildarmyndin er löng og alls ekki öll skemmtileg svo ég klippti Cheek by Jowl kaflann út. Stórar glefsur úr sýningunni og viðtöl við Donnellan, Lester og fleiri. Gott stöff.
Mig grunar samt að okkur, sem erum ekki þeim mun uppteknari af kynuslanum og því sem sumir vilja kalla heimspekilega tilraunagleði skáldsins, viljum að verkið fái meiri túlkunarstuðning en hefur verið í boði í hinni mínímalísku sýningu Declans og félaga.
Það er sitthvað heillandi við As You Like It, ýmislegt sem getur virkað á sviði þó það deyji á blaði, og öfugt. Það er lausara í reipunum en flestir hinir gleðileikirnir, sem er kostur og galli. Það er borið uppi af tveimur kvenhlutverkum, sem er tvímælalaust kostur. Í formála sínum að Ardenútgáfu Julius Caesar bendir ritstjórinn David Daniell á að um þetta leyti (1599–1601) virðist hafa verið tveir óvenju hæfileikaríkir unglingar/kvenhlutverkaleikarar í hópnum í hinu nýrisna Globe-leikhúsi. Annars hefðu varla streymt úr penna skáldsins leikrit með ekki einu heldur tveimur bitastæðum og krefjandi kvenhlutverkum.
Kalpúrnía/Portía
Rósalind/Selía
Ófelía/Gertrude
Ólivía/Víóla
En þeir endast ekki að eilífu þessir strákar. Eitt æviskeið tekur við af öðru, eins og segir í frægustu ræðu verksins okkar:
All the world’s a stage,
And all the men and women merely players:
They have their exits and their entrances;
And one man in his time plays many parts,
His acts being seven ages. At first the infant,
Mewling and puking in the nurse’s arms.
And then the whining school-boy, with his satchel
And shining morning face, creeping like snail
Unwillingly to school. And then the lover,
Sighing like furnace, with a woeful ballad
Made to his mistress’ eyebrow. Then a soldier,
Full of strange oaths and bearded like the pard,
Jealous in honour, sudden and quick in quarrel,
Seeking the bubble reputation
Even in the cannon’s mouth. And then the justice,
In fair round belly with good capon lined,
With eyes severe and beard of formal cut,
Full of wise saws and modern instances;
And so he plays his part. The sixth age shifts
Into the lean and slipper’d pantaloon,
With spectacles on nose and pouch on side,
His youthful hose, well saved, a world too wide
For his shrunk shank; and his big manly voice,
Turning again toward childish treble, pipes
And whistles in his sound. Last scene of all,
That ends this strange eventful history,
Is second childishness and mere oblivion,
Sans teeth, sans eyes, sans taste, sans everything.2.7.140–167
Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra. Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis um hvert og eitt. Greiningu, gagnrýni, ágrip af fyrri reynslu minni af verkinu. Svona nokkurnvegin hvað sem mér dettur í hug út frá lestrinum. Starafugl birtir þessar ritsmíðar á föstudögum, meðan verk endast.