að elska þig er eins og að synda í lofti
og ég veit ekki hvað…
óskiljanlegar tilfinningar
en þau komu til mín skýr þessi orð
úr draumveröldum mínum
vissirðu að ég syndi oft í lofti
í einföldum draumförum mínum?
já
ég flýg svo oft í draumum mínum, svíf
að það er orðið mér eðlislæg, kunnugleg tilfinning, að svífa
fljóta í loftinu
að elska þig
er eins og að
synda í lofti
og ég elska þá tilfinningu
þetta er lofsöngur hins auðvelda
hins létta
líkt og þegar hún sagði við mig þú ert svo ljós, ég er svo dökk
að innan
já
fylltu þig af ljósi
farðu í ljós!
notaðu sólarlampa!
keyptu þér ljósvél!
fylltu höfuð þitt ljósi ef þú vilt verða ljós