Úr uppsetningu Royal Shakespeare Company. Mynd af heimasíðu leikfélagsins.

Að lokum

Söguþráður
Theseus Aþenuhertogi er í þann mund að giftst Hippólítu Amazónudrottningu þegar þrjár ekkjudrottningar biðja hann ásjár og aðstoðar við að heimta lík eiginmanna þeirra sem Creon Þebukonungur meinar þeim að jarða. Theseus fer þegar í stríð og hefur sigur. Meðal herfangs eru tveir ungir aðalsmenn, fóstbræðurnir Arcite og Palamon, sem er stungið í fangelsi. Þeir sjá Emilíu, systur Hippólítu, tilsýndar og verða báðir yfir sig ástfangnir og vinaböndin byrja að trosna. Jafnframt verður dóttir fangavarðarins yfir sig ástfangin af Palamon og þegar Arcite er sleppt og rekinn úr landi hjálpar hún Palamon að strjúka. Arcite dulbýr sig sem sveitamann og slæst i hóp með öðrum slíkum á hátíð þar sem hann vinnur til verðlauna fyrir íþróttir og fær Emilíu sem fylgdarkonu. Palamon er í felum út í skógi en kemst að því hvernig málum er háttar og fyllist heitri afbrýðisemi. Dóttir fangavarðarins tapar vitinu þegar Palamon er ekki í felustað sínum, og sveitamennirnir draga hana inn í hóp sinn og láta hana dansa. Theseus og Hipplyta ríða fram á hópinn og fylgjast með gleðinni. Arcite færir síðan strokufanganum vini sínum mat og vopn en þeim lendir fljótlega saman. Theseus og hans fólk rennur á hljóðið og dæmir þá til dauða. Fellst síðan á að þeir útkljái ágreining sinn í burtreiðum, sigurvegarinn fái hönd Emilíu en taparinn verði tekinn af lífi. Fangavörðurinn fær dóttur sína aftur í hendur og hefst handa með hjálp læknis að endurheimta geðheilsu hennar. Hann fær vonbiðil hennar til að bregða sér í gervi Palamons svo hún muni smám saman sætta sig við hann sem eiginmann. Þessi aðgerð lukkast. Arcite biður til stríðsguðsins Mars en Palamon heitir á Venus vegna burtreiðanna. Arcite vinnur en deyr í framhaldinu þegar hestur hans kastar honum af baki. Palamon og Emilia ganga í hjónaband.

Hér var ég undirbúinn hinu versta. The Two Noble Kinsmen hefur held ég einna verst rykti allra leikrita sem hafa verið í kanónuni lengur en öld. Minnst sýnt, óþýtt af Helga H. og undir hælinn lagt hvort það er haft með í heildarútgáfum. Þannig er það til dæmis bara í annarri af tveimur netútgáfum sem ég hef notað við þessi pistlaskrif til að spara mér innslátt á tilvitnunum. Folger Digital Texts leyfir því að fljóta með en MIT ekki.

Þetta orðspor er pínu leiðinlegt, því The Two Noble Kinsmen er óumdeilanlega (ef það er rétta orðið þegar kemur að leikritum Shakespeares, sem það er ekki) það síðasta sem okkar maður skrifaði, eða allavega það síðasta sem varðveittist, fyrir utan hina dularfullu erfðaskrá þar sem hinni þolgóðu heimavinnandi ektakvinnu er eftirlátið „næstbesta rúmið“ eins og frægt er orðið.

Eftir lesturinn er ég dálítið á báðum áttum. Ég skil vel að verkið sé ekki með fastasæti á hringekju helstu Shakespeareleikhúsa. Til þess er það of skrítið og forneskjan í háttarlagi og persónusköpun frændanna tveggja er nánast alveg snertipunktalaus við mannlífið eins og það hefur virkað undanfarin fimmhundruð ár eða svo. Þá verður að viðurkennast að gamli maðurinn toppar sig alveg í torfskurði í þeim hlutum verksins sem hann óumdeilanlega „á“. Að því leyti má svo sem segja að hann hætti á toppnum:

ARCITE
Dear Palamon, dearer in love than blood
And our prime cousin, yet unhardened in
The crimes of nature, let us leave the city
Thebes, and the temptings in ’t, before we further
Sully our gloss of youth,
And here to keep in abstinence we shame
As in incontinence; for not to swim
I’ th’ aid o’ th’ current were almost to sink,
At least to frustrate striving; and to follow
The common stream, ’twould bring us to an eddy
Where we should turn or drown; if labor through,
Our gain but life and weakness.

PALAMON
Your advice
Is cried up with example. What strange ruins,
Since first we went to school, may we perceive
Walking in Thebes! Scars and bare weeds
The gain o’ th’ martialist, who did propound
To his bold ends honor and golden ingots,
Which though he won, he had not, and now flirted
By peace for whom he fought. Who then shall offer
To Mars’s so-scorned altar? I do bleed
When such I meet, and wish great Juno would
Resume her ancient fit of jealousy
To get the soldier work, that peace might purge
For her repletion, and retain anew
Her charitable heart, now hard and harsher
Than strife or war could be.

1.2.1–27

Jæja William, þú segir það? Komið gott bara?

Í prýðilegum inngangi Lois Potter eru áhugaverðar vangaveltur um hvað sérkennilegar endurtekningar og ósamkvæmni í textanum segir um samvinnu Shakespeares og Fletchers. Ég er svolítið hrifinn af kenningu sem þar er að finna að Shakespeare hafi selt bréfin sín í The King’s Men eftir bruna Globe-leikhússins 1613. Hann stóð í fjárfestingum á þessum tíma og sennilega átt erfitt með að taka þátt í kostnaði við endurbygginguna. Því hafi hann skilið hálfkarað leikrit upp úr Kantarabyrgissögum Chaucers eftir í höndum arftaka síns, og það hafi líka verið óljóst hversu miklu væri úr að moða varðandi búninga og leikmuni, sem skýri sumt af skrítilegheitunum. Um þetta verður auðvitað aldrei neitt vitað.

En hvað sem líður ólíkindum, þyrrkingi og fyrnsku þá kemur þar sögu að þetta verður bara talsvert skemmtilegt. Það er þegar sögunni víkur niður fyrir aðalinn og inn í dýflissuna, og ungi maðurinn tekur við fjöðurstafnum. Það er einhver mildur tónn og raunsæislegur þokki yfir senunum með hinni ástsjúku og vitfirrtu fangavarðardóttur. 

DAUGHTER
Lords and courtiers that have got maids with child, they are in this place. They shall stand in fire up to the navel and in ice up to th’ heart, and there th’ offending part burns and the deceiving part freezes: in troth, a very grievous punishment, as one would think, for such a trifle. Believe me, one would marry a leprous witch to be rid on ’t, I’ll assure you.

Og svo hvernig hennar fólk;  faðir hennar, bróðir, vonbiðill og fleira fólk gangast inn í geðveiki hennar til að vinna traust hennar, og á svo að lokum (Höskuldarviðvörun) kannski að lækna hana.

DAUGHTER
You are master of a ship?

JAILER
Yes.

DAUGHTER
Where’s your compass?

JAILER
Here.

DAUGHTER
Set it to th’ north. And now direct your course to th’ wood, where Palamon lies longing for me. For the tackling, let me alone.—Come, weigh, my hearts, cheerly.

ALL  (as if sailing a ship)
Owgh, owgh, owgh!—’Tis up! The wind’s fair!—Top the bowline!—Out with the main sail! Where’s your whistle, master?

BROTHER
Let’s get her in!

JAILER
Up to the top, boy!

BROTHER
Where’s the pilot?

FIRST FRIEND
Here.

DAUGHTER
What kenn’st thou?

SECOND FRIEND
A fair wood.

DAUGHTER
Bear for it, master. Tack about!

Þetta er blær sem Shakespeare sjálfur nær aldrei, og reynir aldrei að ná þegar hann skrifar „mad scenes“. 

Það er fleira sjarmerandi. Efni verksins, þó það sé sótt í Kantarabyrgissögur Chaucers, kallast rækilega á við eitt af fyrstu ódauðlegu meistaraverkunum, A Midsummer Night’s Dream. Það væri freistandi að stinga upp á að bitastæðustu bútarnir úr TTNK yrðu saumaðir við Drauminn, ef ekki væri fyrir það að síðarnefnda leikritið er fullkomið eins og það er. En tengingarnar eru út um allt. Þeseifur, Hippólíta, brúðkaup þeirra og öfgafullar ástarraunir unglinganna. Já og meira að segja hópur af treggáfuðum alþýðumönnum sem bjóðast til að skemmta þeim. Ræða forsprakkans kallast augljóslega á við forljóð Quince í lok Draumsins, þó óneitanlega sé endurómurinn dálítið daufur:

If you but favor, our country pastime made is.
We are a few of those collected here
That ruder tongues distinguish “villager.”
And to say verity, and not to fable,
We are a merry rout, or else a rabble,
Or company, or by a figure, chorus,
That ’fore thy dignity will dance a morris.
And I that am the rectifier of all,
By title pedagogus, that let fall
The birch upon the breeches of the small ones,
And humble with a ferula the tall ones,
Do here present this machine, or this frame.
And, dainty duke, whose doughty dismal fame
From Dis to Daedalus, from post to pillar,
Is blown abroad, help me, thy poor well-willer,
And with thy twinkling eyes look right and straight
Upon this mighty “Morr,” of mickle weight—
“Is” now comes in, which being glued together
Makes “Morris,” and the cause that we came hither.
The body of our sport, of no small study,
I first appear, though rude, and raw, and muddy,
To speak before thy noble grace this tenner,
At whose great feet I offer up my penner.
The next, the Lord of May and Lady bright,
The Chambermaid and Servingman by night
That seek out silent hanging; then mine Host
And his fat Spouse, that welcomes to their cost
The gallèd traveler, and with a beck’ning
Informs the tapster to inflame the reck’ning;
Then the beest-eating Clown; and next the Fool,
The Bavian with long tail and eke long tool,
Cum multis aliis that make a dance;
Say “ay,” and all shall presently advance.

Þessi þakkarræða skólameistarans er líka afbragð:

May the stag thou hunt’st stand long,
And thy dogs be swift and strong;
May they kill him without lets,
And the ladies eat his dowsets.

Sérstaklega ef maður viet að „dowsets“ eru eistu. Búmtiss!

Þegar öll kurl eru kurluð er þetta auðvitað ekki frábært leikrit. Ægilegt torf þegar Shakespeare er meðann, pínu flatt frá sjónarhóli skáldskaparins þar sem Fletcher ræður för. Fínir sprettir samt, og einhvernvegin gaman að karlinn hafi endað á þessu furðulega leikriti frekar en hinu talsvert venjulegra, mögulega „betra“ en snöggtum leiðinlegra All is True/Henry VIII. 

Og þar með lýkur þessari yfirferð. Tvö ár tók það mig að lesa Shakespeare „allan“, skrifa þessar hugleiðingar, horfa á ókjör af myndum og glugga í allskyns ítarefni meðfram. Þetta er búið að vera fáránlega skemmtilegt, stundum líka smá leiðinlegt. Margt hefur komið á óvart, annað reyndist nákvæmlega eins og mig minnti. Staða Shakespeares er til dæmis allsendis óhögguð efst á bókmenntahaugnum. Takk fyrir samfylgdina öll!

Textinn.

Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra.  Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis um hvert og eitt. Greiningu, gagnrýni, ágrip af fyrri reynslu minni af verkinu. Svona nokkurnvegin hvað sem mér dettur í hug út frá lestrinum. Starafugl birtir þessar ritsmíðar á föstudögum, meðan verk endast.