Flygildi


Fjögur ljóð úr ljóðabókinni Flygildi eftir Móheiði Hlíf Geirlaugsdóttur

um ástir páfagauks og skógarþrastar

förum ekki á fætur
horfum á trjágreinarnar útum gluggann
teljum fuglana sem fljúga hjá
vökum og horfum á himininn
engu skiptir þó það sé skýjað
sofum daginn á enda
borðum súkkulaði í kvöldmat
förum

vörtutungl

það var ekki fyrr en dóttir mín
missti fótvörtu í lófa minn
og ég sá holuna undir ilinni
að ég skildi að einu sinni
var tunglið þakið
vörtum

ég er fyrsta heims vandamál

mín verður minnst
fyrir einstaka hnyttin tilsvör
á facebook
fyrir stafsetningarvillur
í hálfbyrjuðum ljóðabókum
í word
meðlimur netákalls amnestí
og í samtökum um bíllausan lífsstíl

indjánasumar

náttfiðrildin leggjast á
göturnar í Norðurmýrinni
bíða eftir því
að keyrt verði yfir þau