Twin Peaks snýr aftur – DV

Fregnir herma að sjónvarpsþáttaröðin sígilda, Twin Peaks, snúi aftur árið 2016 og sé nú þegar í vinnslu hjá bandaríska sjónvarpsrisanum Showtime. Talsmenn Showtime vildu ekki tjá sig um málið en David Lynch og Mark Frost, heilarnir á bak við upprunalegu þættina, staðfestu þetta á Twitter fyrr í dag.

David Lynch mun leikstýra. Ekkert hefur þó heyrst um hverjir fari með aðalhlutverk.

via Twin Peaks snýr aftur – DV.