Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Kenzaburo Oe

Næsta fimmtudag verður tilkynnt um nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum. Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Japanski rithöfundurinn Kenzaburo Oe hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1994. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann meðal annars áhrifavalda sína – þar á meðal barnabækurnar um Nils eftir Selmu Lagerlöf (sem hlaut sjálf Nóbelsverðlaun árið 1909) og það hlutverk sem sonurinn, Hikari, spilar í bókmenntum hans, en hann fæddist með alvarlegan heilagalla og var ekki hugað líf – á þeirri reynslu byggði Kenzaburo meðal annars skáldsöguna sem á ensku nefnist A Personal Matter.