Illugi Gunnarsson: Betra læsi árið 2000, en hærri VSK

„Ég hef heyrt þessa umræðu og hún er skiljanleg. Ég vil þó benda á að það er varhugavert að draga of miklar ályktanir um samband á milli læsis og virðisaukaskattskerfisins. Ef við skoðum t.d. niðurstöðuna árið 2000 þá er hún mun betri en hún var núna síðast. En þó var það svo að þá hafði verið 14 prósenta virðisaukaskattur síðustu sjö átta ár þar á undan. Megnið af þeirri skólagöngu sem þá var hjá börnunum,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.

via Vísir – Varhugavert að tengja VSK á bækur við lestrarkunnáttu.