Hjalti Parelius: Málar 100 fermetra fyrir Alvogen

Myndlistarmaðurinn Hjalti Parelius Finnsson var nýverið ráðinn til Alvogen í því skyni að mála ný málverk í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem rís óðum um þessar mundir í Vatnsmýrinni. Samningurinn er til eins og hálfs árs en á þeim tíma mun Hjalti mála þrjú verk í byggingunni sem samtals spanna hundrað fermetra rými.

via Vísir – Fær 18 mánuði til að mála verk á 100 fermetra.