„Risarnir tveir eru spegilmynd af hvor öðrum. Ef einn setur upp Les Miserables setur hinn upp Mary Poppins og hinn síðan Spamalot. Þeir finna báðir alþjóðlegan leikstjóra til að setja upp Shakespeare á sama tíma. Þeir eru báðir fremstir í flokki þegar kemur að eflingu íslenskrar leikritunar. Báðir búa við sömu kröfu um að selja næga miða til að fjármagna reksturinn, og eru þar af leiðandi í stöðugri samkeppni, baráttu um áhorfendur og þótt þau séu skuldbundin lagalega til þess að taka á móti sjálfstæðum leikhópum, finna þau sig knúna til að ýta þeim út, (helst sem fyrst) af áhættufælni (oft eigna þau sér heiðurinn af verkum þeirra ef vel gengur þrátt fyrir að hafa lítið gert þeim til stuðnings). Risarnir eru eins í eðli sínu. Eins í stefnu sinni. Og alltof stórir.“
Snæbjörn Brynjarsson skrifar á Reykvélina: Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN.